Í febrúar lengjast dagarnir hratt. Ökumenn þurfa að hafa í huga að þegar sólin er lágt á lofti geta skapast krefjandi aðstæður við akstur. Yfir háveturinn má búast við öllum veðrum og að skjótt skipast veður í lofti. Hlýr og skjólgóður vetrarklæðnaður er nauðsynlegur. Febrúar er góður tími til að upplifa norðurljósin og þá vetrarafþreyingu sem Norðurland hefur uppá að bjóða, svo sem snjósleðaferðir, fjallaskíði, gönguskíði og allt þar á milli.
Hvað þarf ég að taka með?
- Hlýjan og einangrandi jakka eða úlpu
- Hlý lög af fötum (ullarpeysu, dún-/primaloftjakka, hlýir sokkar o.þ.h.)
- Brodda eða skó með stömum sóla (jafnvel þótt þú sért bara í bæjarferð)
- Flíspeysa/létt ullarpeysa
- Regn-/vindheldur jakki og buxur
- Sterkir gönguskór með góðum sóla
- Sólgleraugu
- Vettlingar
- Trefill
- Húfa
- Hlý undirföt/ullarnærföt (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
- Vatnsheldir gönguskór (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
- Hlýir sokkar eða göngusokkar(sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
- Sundföt
- Fljótþornandi handklæði (sérstaklega ef farið er í náttúrulaugar og uppsprettur – hægt er að leigja handklæði í flestum sundlaugum)