Fara í efni

Júlí er yfirleitt hlýjasti mánuður ársins. Þá eru heiðarnar eins grónar og þær verða og lax- og silungsveiði er hafin í ám landsins. Júlí er aðal sumarleyfismánuður Íslendinga og sérstaklega mikið er um fjölskyldufólk á ferðinni, auk þess sem flestir ferðamenn eru á landinu.
Júlí er hinn fullkomni tími til að ferðast um Norðurstrandarleið og finna frelsið, fara á fáfarna staði og njóta kyrrðarinnar. 

Veðurfar

Hiti 11°C / 51,8F

Meðaltal - efri mörk 15°C / 59F

Meðaltal - neðri mörk 8°C / 46,4F

Úrkoma 33mm/dag

Tímar af dagsbirtu 21

Hvað þarf ég að taka með? 

 • Flíspeysa/létt ullarpeysa
 • Létt lög af fötum (síðermaboli, létta jakka o.þ.h.)
 • Regn-/vindheldur jakki og buxur
 • Sterkir gönguskór með góðum sóla
 • Sólgleraugu
 • Vettlingar
 • Trefill
 • Húfa
 • Hlý undirföt/ullarnærföt (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 • Vatnsheldir gönguskór (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 • Hlýir sokkar eða göngusokkar(sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 • Sundföt
 • Fljótþornandi handklæði (sérstaklega ef farið er í náttúrulaugar og uppsprettur – hægt er að leigja handklæði í flestum sundlaugum)
 • Skordýrafælur/flugnanet
 • Augnhlíf/svefngrímu
 • Sólavörn

 

Júlí er tími fyrir

Upplifðu aðra mánuði