Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vetrarlandið Norðurland tekur vel á móti þér með snjó og norðurljósum. Heimsókn til jólasveinanna í Dimmuborgum er skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna og að hlýja sér í heitum potti eftir góða útiveru er slakandi og endurnærandi fyrir líkama og sál. 

Yfir háveturinn má búast við öllum veðrum og skjótt skipast veður í lofti. Hlýr og skjólgóður vetrarklæðnaður er nauðsynlegur. Það dimmir snemma svo ferðamenn gætu þurft að taka styttri dagleiðir. Vetrarsólstöður eru á bilinu 20.-22. desember.

Veðurfar

Hiti -2°C / 28.4F

Meðaltal - efri mörk 1°C / 33.8F

Meðaltal - neðri mörk -5°C / 23F

Úrkoma 53mm/dag

Snjódagar 11

Tímar af dagsbirtu 3

Hvað þarf ég að taka með? 

 • Hlýjan og einangrandi jakka eða úlpu
 • Hlý lög af fötum (ullarpeysu, dún-/primaloftjakka, hlýir sokkar o.þ.h.)
 • Brodda eða skó með stömum sóla (jafnvel þótt þú sért bara í bæjarferð)
 • Flíspeysa/létt ullarpeysa
 • Regn-/vindheldur jakki og buxur
 • Sterkir gönguskór með góðum sóla
 • Sólgleraugu
 • Vettlingar
 • Trefill
 • Húfa
 • Hlý undirföt/ullarnærföt (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 • Vatnsheldir gönguskór (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 • Hlýir sokkar eða göngusokkar(sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 • Sundföt
 • Fljótþornandi handklæði (sérstaklega ef farið er í náttúrulaugar og uppsprettur – hægt er að leigja handklæði í flestum sundlaugum)

 

Desember er tími fyrir

Upplifðu aðra mánuði

Viðburðir