Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari
Öflugt markaðsstarf er lykilþáttur í því að stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónusta, geti haldið áfram að vaxa og dafna. Í samkeppni við önnur lönd og önnur svæði á Norðurslóðum er mikilvægt að halda því á lofti sem gerir Ísland að einstökum áfangastað. Tækifæri eru til staðar í vetrarferðaþjónustu um allt land til að nýta betur þá fjárfestingu sem bæði hið opinbera og einkageirinn hafa ráðist í á undanförnum árum. Þannig eykst verðmætasköpun allan ársins hring.