Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Spjallfundir um gervigreind

Rögnvaldur Már og Katrín verða á ferðinni í desember og bjóða upp á spjallfundi um notkun gervigreindar í markaðssetningu, mikilvægi þess að vera með góðan vef, notkun mynda og fleira.

Vinnustofur í Brighton og Manchester

Fulltrúar 12 samstarfsfyrirtækja Markaðsstofu Norðurlands eru nú staddir á Bretlandi, þar sem þeir hafa tekið þátt í vinnustofum með fulltrúum breskra ferðaskrifstofa.

Ferðalag með Z kynslóðinni-Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 19.nóvember

Hvernig skipuleggur Z kynslóðin ferðalög sín? Hvað hefur áhrif á ákvörðunartöku hennar og hvaða væntingar hefur hún til upplifunar og þjónustu? Þessum spurningum verður svarað á næsta Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem ber yfirskriftina „Ferðalag með Z kynslóðinni“ og fer fram miðvikudaginn 19. nóvember kl. 11:00–12:00 í beinu streymi á Facebook.

Þingeyjarsveit - stöðugreining og aðgerðaáætlun

Markaðsstofa Norðurlands  í samstarfi við Mývatnsstofu og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, hefur á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.

Haustfundur Norðurstrandarleiðar

Haustfundur Norðurstrandarleiðar verður haldinn á Teams, þriðjudaginn 11.nóvember kl.09:30 - 11:30. Öll eru velkomin sem áhuga hafa á leiðinni og þeim möguleikum sem hún býður uppá.

Norðurland og norðurljósin - The AURORAS

Nýtt kynningarmyndband Íslandsstofu var sett í loftið í síðustu viku, en það er partur af herferð til að markaðssetja Ísland sem vetraráfangastað fyrir Breta. Í síðustu viku hélt Íslandsstofa kynningarfund um herferðina, og nú boðar Markaðsstofa Norðurlands til fundar um það hvernig herferðin verður nýtt til að kynna Norðurland.

Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2025

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.

Ferðaþjónusta í Þingeyjarsveit - stöðugreining og aðgerðaáætlun

Markaðsstofa Norðurlands (MN), í samstarfi við Mývatnsstofu og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, hefur á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.

Takk fyrir Vestnorden 2025!

Gleðin var við völd á Akureyri í síðustu viku þegar fertugasta Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í Íþróttahöllinni og Hofi. Fagmennska, nýsköpun, framsækni og samvinna var einkennandi fyrir norðlenska ferðaþjónustu.

Vetrarflug easyJet til Akureyrar hafin að nýju

Fyrsta vél vetrarins frá breska flugfélaginu easyJet lenti á Akureyri í morgun, eftir rétt tæplega þriggja tíma flug frá Gatwick flugvellinum í London

Menntamorgun: Sögur sem selja - Upplifun og sagnalistí ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 7. október frá 11:00-12:00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook.

Nýtt kynningarmyndband

Nýtt kynningarmyndband fyrir áfangastaðinn Norðurland er komið í loftið. Myndbandið var unnið í sumar og endurspeglar fjölbreytta ferðaþjónustu á Norðurlandi.