Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Leiguflug frá Sviss til Akureyrar hafin að nýju

Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.

Vetrarflug Voigt Travel hafin og sumarferðirnar auglýstar

Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli síðastliðinn laugardag. Voigt Travel hefur staðið fyrir vetrarflugi til Akureyrar frá árinu árið 2020 og var þetta fyrsta flug af 10 þennan veturinn, en flogið er með hollenska flugfélaginu Transavia.

Takk fyrir Mannamót 2025!

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum.

Norðurhjarasvæði - Stöðugreining og aðgerðaáætlun

Í upphafi árs fékkst styrkur úr sóknarnáætlun Norðurlands eystra fyrir verkefni sem hafði það meginmarkmið að móta sameiginlega sýn Norðurhjarasvæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Farið var í greiningarvinnu og sett fram aðgerðaáætlun í samstarfi með Norðurþingi, Langanesbyggð, SSNE og ferðamálasamtökum Norðurhjara.

Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

Sífellt fleiri innan ferðaþjónustunnar eru farin að velta fyrir sér hvernig hægt er að efla notkun og sýnileika íslensku innan greinarinnar og mörg eru að taka fyrstu skrefin.

Kynningarfundur á Norðurhjarasvæðinu

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að stöðugreiningu og aðgerðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið. Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn svæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Upptaka og kynningar frá Flugi til framtíðar

Hér að má sjá dagskrá ráðstefnunnar, þar sem hægt er að smella á hlekki til að skoða glærukynningar. Upptöku frá fundinum má einnig sjá hér neðar í færslunni.

Áframhaldandi stuðningur við beint millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða

Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, skrifaði í dag undir samninga um áframhaldandi stuðning úr Flugþróunarsjóði við Markaðsstofu Norðurlands, Flugklasann og Austurbrú, um beint millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða.

easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.

Streymi frá ráðstefnunni Flug til framtíðar

Hér verður streymi frá ráðstefnu MN um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.

Flug til framtíðar

Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi.