Ferðapúlsinn - hver er þín stafræna hæfni?
Ferðapúlsinn er nýtt verkfæri fyrir ferðaþjónustuaðila þar sem þeir geta með einföldum hætti fengið mat á stöðu fyrirtækisins hvað varðar stafræna hæfni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið að þróun Ferðapúlsins undanfarna mánuði í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur landshlutanna og SAF.