Fara í efni
Fjöruferðir á Norðurlandi

Fjöruferðir á Norðurlandi

Svartar strendur eru einkennandi fyrir Ísland þar sem oft á tíðum er hægt að finna rekavið, skeljar og annað áhugavert sjávarfang. Þessar strendur eru margar hverjar vel aðgengilegar og fátt er meira hressandi en göngutúr meðfram strandlengjunni og anda að sér fresku sjávarloftinu.
Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.
Hrísey og Grímsey - Heimskautsbaugur og eyjaskeggjar

Hrísey og Grímsey - Heimskautsbaugur og eyjaskeggjar

Nú skoðar Júlli leiðsögumaður eyjarnar tvær sem búið er í við Norðurland og tilheyra Norðurstrandarleið, en gerir það að vísu á þremur dögum svo því sé haldið til haga. Það er enda af nægu að taka þegar kemur að afþreyingu í Hrísey og Grímsey, fuglalífið er margslungið, maður kemst yfir heimskautsbaug, smakkar á hvönn og eggjum og upplifir kyrrðina sem fylgir lífi eyjaskeggja.
Langanes og Bakkafjörður - Vitar og hreindýr

Langanes og Bakkafjörður - Vitar og hreindýr

Júlli leiðsögumaður byrjar daginn á Þórshöfn og þræðir Langanes, alveg út að vitanum á Fonti. Hann verður orðlaus yfir náttúrunni á þessu magnaða nesi og gengur út á útsýnispallinn við Stóra-Karl. Dagurinn endar á Bakkafirði, þar sem Júlli kemst meðal annars í kynni við hreindýr!
Melrakkaslétta - Fuglaskoðun og Heimskautsgerði

Melrakkaslétta - Fuglaskoðun og Heimskautsgerði

Leiðsögumaðurinn Júlli er kominn á Melrakkasléttu. Þar er paradís fuglaskoðara, stórkostleg náttúra og nyrsti oddi landsins, sem er ekki Hraunhafnartangi eins og margir halda. Þar er einnig að finna eina merkilegustu mannanna smíð sem finna má á Íslandi, Heimskautsgerðið, sem allir ættu að sjá en okkar maður segir skemmtilega frá því.
Tjörnes og Ásbyrgi - Steingervingar og þjóðsögur

Tjörnes og Ásbyrgi - Steingervingar og þjóðsögur

Júlli leiðsögumaður byrjar á Húsavík, þaðan sem hann fer fyrir Tjörnes og endar í Ásbyrgi. Stórfenglegur kraftur náttúrunnar er þar bersýnilegur, fuglalífið fjölskrúðugt og sögurnar margar. Júlli trúir á þjóðsögur, þær eru enda oft svolítið skemmtilegri en þær vísindalegu, þó þær síðarnefndu séu ekkert minna merkilegri.
Eyjafjörður og Húsavík - Hjörtu og róðrabretti

Eyjafjörður og Húsavík - Hjörtu og róðrabretti

Júlli leiðsögumaður heldur áfram á Norðustrandarleið og er kominn inn á Akureyri, þar sem hann prófar þar róðrabretti á Pollinum. Skyldi hann geta staðið á höfðinu? Hann kíkir í Lystigarðinn, Listasafnið og listar upp hversu gaman það er að heimsækja Grenivík, áður en hann heldur til Húsavíkur. Sumarsólsetur við sjóböð er stórfenglegt!
Eyjafjörður - Böð og bjór

Eyjafjörður - Böð og bjór

Áfram heldur leiðsögumaðurinn Júlli og nú er hann kominn í Eyjafjörð, nánar tiltekið á Árskógssand og Hauganes. Í þessum litlu sjávarþorpum eru líklega allir vel skrúbbaðir og hreinir, enda ekki annað hægt þegar svo auðvelt er að komast í frábær böð!
Fljótin og Eyjafjörður - Hrafna-Flóki og Síld

Fljótin og Eyjafjörður - Hrafna-Flóki og Síld

Júlli leiðsögumaður vaknar þennan daginn í Fljótunum og byrjar daginn svo við Siglufjörð. Hrafna-Flóki, síldarævintýri, tröllin í Ólafsfirði og náttúran í kringum Dalvík koma við sögu í dag, þegar Júlli ferðast um þennan hluta Norðurstrandarleiðar.
Skagafjörður - Hestar og víkingar

Skagafjörður - Hestar og víkingar

Áfram er Júlli leiðsögumaður á söguslóðum á Norðurstrandarleið, þegar hann skoðar Skagafjörð og fer meðfram strandlengjunni. Þar bregður hann sér í gervi víkinga, fer á hestbak og fer eins nálægt því að fara í sund eins og hægt var í byrjun mánaðar - semsagt bara alls ekki!
Skagi - Kálfshamarsvík og Selvík

Skagi - Kálfshamarsvík og Selvík

Í dag er Júlli leiðsögumaður á söguslóðum Norðurstrandarleiðar, þegar hann fer fyrir Skaga og skoðar Kálfshamarsvík og Selvík sérstaklega.
Austur Húnavatnssýsla - Agnes og spádómar

Austur Húnavatnssýsla - Agnes og spádómar

Áfram heldur Júlli á Norðurstrandarleið og nú fer hann frá Þrístöpum og endar á Skagaströnd. Síðasta aftakan, gömul bæjarmynd, heimilisiðnaður, strendur, spádómar og sólsetur einkenndu þennan dag, sem var frábær hjá Júlla leiðsögumanni.