Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Uppskeruhátíð í Skagafirði 23. október

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verður haldin í Skagafirði, fimmtudaginn 23. október næstkomandi.

Vinnufundur með Voigt Travel og Kontiki

Þann 29. september 2025, kl. 13:00-15:30, verður haldinn vinnufundur í Hofi, Akureyri undir yfirskriftinni “Become a part of the future of North Iceland”.

Áætluð eyðsla 1,2 milljarður á ferðalagi um Norðurland

Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu í gær. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann.

Beint flug lykilatriði í ákvörðun um ferð um Norðurland

Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.

Ný skrifstofa MN við Tryggvabraut

Markaðsstofa Norðurlands hefur fært sig um set í nýtt skrifstofuhúsnæði við Tryggvabraut 10 á Akureyri.

Fjölskyldan í fyrirrúmi á Norðurlandi

Á Norðurlandi fá börn að leika sér frjálst og njóta náttúrunnar í öruggu og örvandi umhverfi. Fjölskylduferðir snúast um einföld en dýrmæt augnablik: fjársjóðsleit á ströndinni, hvalaskoðun eða fjör í sundlaugum.

Friður og ró við ysta haf

Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller hafa rekið ferðaþjónustu að Ytra Lóni á Langanesi síðan 1998. Þau stunda einnig sauðfjár- og hrossarækt, skógrækt og margvíslegan hlunnindabúskap á jörðinni, en allt styður þetta vel hvað við annað.

Ein breyting á stjórn MN eftir aðalfund

Ný sýning um íslenska fjárhundinn

Sögusetur íslenska fjárhundins var opnað að Lýtingsstöðum í Skagafirði, laugardaginn 25. maí síðastliðinn.

„Við viljum vera með allt á hreinu“

Bílaleiga Akureyrar – Höldur er rótgróið norðlenskt fyrirtæki. Upphafið má rekja aftur til ársins 1966, en fyrirtækið Höldur var stofnað þann 1. apríl 1974 og hefur gegnum tíðina stundað ýmiskonar þjónustustarfsemi, m.a. rekstur veitingastaða og verslana og bensínstöðva svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin hefur þróast mikið gegnum tíðina, en síðan 2003 hefur bílaleiga og bílaþjónusta verið í forgrunni. Langstærsti hluti starfseminnar í dag snýst um bílaleigu, en einnig rekur fyrirtækið alhliða bílaverkstæði, dekkjaverkstæði, bílaþvottastöð og bílasölu á Akureyri. Bílafloti og starfsmannafjöldi hefur vaxið jafnt og þétt og í dag starfa rétt tæplega 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu og flotinn telur um 8000 bifreiðar. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri, en einnig eru reknar starfsstöðvar í Reykjavík og Keflavík, auk afgreiðsluútibúa vítt og breitt um land.

Veitingar beint frá býli skapa sérstöðu

Á bænum Vogum I í Mývatnssveit er rekin fjölbreytt ferðaþjónustustarfsemi, auk hefðbundins búskapar. Veitingahúsið Vogafjós er vinsæll viðkomustaður innlendra sem erlendra ferðamanna, en í tengslum við veitingastaðinn er einnig rekin sveitaverslun sem selur gjafavöru, minjagripi og handverksvörur. Einnig er rekið gistihús á bænum. Sérstaða Vogafjóss, sem veitingastaðar, felst í nánum tengslum starfseminnar við búskapinn á bænum, en gestum gefst tækifæri til að kíkja í fjósið, klappa kálfum og jafnvel fá að smakka ferska mjólk úr spena.