Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Streymi frá ráðstefnunni Flug til framtíðar
Hér verður streymi frá ráðstefnu MN um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.
Flug til framtíðar
Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi.
Fyrsta vél easyJet frá Manchester lenti á Akureyri
Í morgun hófst áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar, en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025. Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega, og það sama má segja um flugmenn easyJet sem stýrðu vélinni sem kom frá London eftir hádegi.
Flug til framtíðar - skráning á ráðstefnu
Skráning á ráðstefnu um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.
Haustfundur Norðurstrandarleiðar 2024
Haustfundur Norðurstrandarleiðar 2024 verður haldinn á Teams, fimmtudaginn 14.nóvember kl.13:00 – 15:00.
Öll eru velkomin sem áhuga hafa á Norðurstrandarleið og þeim tækifærum sem felast í leiðinni.
Forgangsverkefni sveitarfélaga uppfærð í Áfangastaðaáætlun
Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland hefur nú verið uppfærð og birt á vef MN, en hún byggir á fyrri útgáfu, þar sem lagður var grunnur að stefnu um þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi og skilgreiningu lykilverkefna. Í þessari útgáfu hafa talnagögn verið uppfærð, sem og verkefnastaða. Einnig er lagður fram listi yfir forgangsverkefni sveitarfélaga.
Ráðstefna um flug og ferðaþjónustu
Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir ráðstefnu um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.
Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Eyjafirði í gær, nánar tiltekið í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.
Skráning sýnenda á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025
Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025 frá klukkan 12 til 17.
Þrístapar tilnefndir sem staður ársins
Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.
Vel sóttur fundur með NV-þingmönnum og ferðamálaráðherra
Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir fundi með ráðherra ferðamála, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis á veitingastaðnum Teni Blönduósi þriðjudaginn 1. október. Fundurinn var opinn öllum en umræðuefnið var uppbygging, staðan og horfur í ferðaþjónustu í kjördæminu.
Vinnufundur um áfangastaðaáætlun Norðurhjara
Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að áfangastaðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið. Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn svæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu.