Ferðasýningar og vinnustofur haustsins
Starfsfólk MN var á ferð og flugi í allt haust, á ferðasýningum og vinnustofum erlendis. Þar kynnum við áfangastaðinn Norðurland, segjum frá því hvað norðlensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða og svörum spurningum sem koma upp. Fundir á slíkum viðburðum eru afar þýðingarmiklir og hafa skilað góðum árangri í gegnum tíðina.