Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mikill áhugi á Norðurlandi í Hollandi

Hjalti Páll, verkefnastjóri Flugklasans, sótti viðburðinn Summer Event í Hollandi sem haldinn var 21. janúar

Norðlensk ferðaþjónustfyrirtæki kynntu sig á Mannamótum

Um 60 norðlensk fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt og vöktu athygli fyrir fagmennsku og gleði. Tækifærin sem Mannamót skapa eru fjölbreytt og mörg, tengslin við annað fólk í ferðaþjónustu styrkjast og ný verða til.

Norðurland kynnt í íslenska sendiráðinu í London

Áfangastaðurinn Norðurland var kynntur á fjölmennum viðburði í sendiráði Íslands í London í siðustu viku, en þangað komu bæði fulltrúar frá breskum ferðaskrifstofum og fjölmiðlum. Þar var þjónusta og afþreying á Norðurlandi kynnt.

Chris Hagan kynnir Norðurland í Bretlandi

Chris Hagan hefur verið ráðinn tímabundið til að kynna Norðurland sem áfangastað fyrir breskan markað og sérstaklega í tengslum við flug easyJet.  Verkefnið er hluti af samstarfi Markaðsstofu Norðurlands, Íslandsstofu, Isavia og Austurbrúar í verkefninu Nature Direct.

Samstarfi um alþjóðaflug á landsbyggðinni haldið áfram

Menningar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag samning við Íslandsstofu um áframhaldandi stuðning við markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Verkefninu Nature Direct er ætlað að hvetja til samstarfs og samvinnu Íslandsstofu, Isavia, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrúar um kynningu á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beint millilandaflug á svæðinu. Samningurinn er til tveggja ára og nemur árlegt framlag til hans 15 m.kr.

„Stór tækifæri í vetrarferðaþjónustu“

„Beint millilandaflug skilar ferðamanninum betur til okkar. Við fáum mjög lítinn hluta norður af þeim ferðamönnum sem koma suður, alltof lítinn hluta. En hérna fáum við ferðamenn bara beint inn á svæðið og því mun meiri líkur á að þeir nýti sér þá þjónustu sem hér er í boði,“ segir Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri veitingahússins Greifans í nýjasta viðtali Okkar auðlindar.

easyJet hefur sölu á flugi næsta vetur

Breska flugfélagið easyJet hefur hafið sölu á flugferðum til Akureyrarflugvallar frá London Gatwick í október og nóvember á næsta ári.

„Við eigum svo mikla möguleika í vetrarferðaþjónustu“

„Beint millilandaflug til Akureyrar er risastórt mál fyrir okkur og fyrir þetta samfélag hér. Bæði fyrir vinnustaðinn minn, Jarðböðin og bara fyrir samfélagið í heild sinni.“

Samstillt samfélagsmiðlaherferð samstarfsfyrirtækja og Markaðsstofu Norðurlands vegna easyJet

Í næstu viku hefst samstillt samfélagsmiðlaherferð hjá Markaðsstofu Norðurlands og samstarfsfyrirtækjum, sem vilja taka þátt.

Ferðaþjónustuvikan í janúar

Dagana 16.- 18. janúar næstkomandi munu stærstu aðilarnar í stoðkerfi ferðaþjónustu koma saman og standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar

Vetraferðamennska rædd á vinnufundi MAS

Í vikunni hittust starfsmenn Markaðsstofa landshlutanna (MAS) á tveggja daga vinnufundi, sem að þessu sinni var haldinn á Akureyri og í Mývatnssveit

Súpufundir með Markaðsstofu Norðurlands á Sauðárkróki, Akureyri og í Mývatnssveit

Koma easyJet breytir þróun ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og skapar mikil tækifæri yfir vetrartímann. Hvað getur MN gert til að markaðssetja svæðið og hvar þurfum við standa betur saman til að tryggja áframhaldandi vöxt í fluginu?